Innihald Tveir heimar. Ritgerðir og greinar eftir Þorvald Gylfason.
"Þorvaldur Gylfason kemur víða við í þessari bók. Hann fjallar um íslenzka tungu, skáldskap, leikhús, kvikmyndir og tónlist, um menntamál, börn og heilbrigðismál, um landvarnir, lýðræði, stjórnarskrána, stríð og frið, um Ísland, skipulag Reykjavíkur, úthlutun þingsæta, einkavæðingu bankanna og önnur álitamál, um landbúnaðarmál, lífið í sveitinni, útvegsmál og fjármál, um Bandaríkin, Evrópu, Rússland, Færeyjar, Afríku, Arabalönd, konur, Asíu og önnur lönd, um orkumál, millilandaviðskipti og vöxt og viðgang efnahagslífsins um allan heim, og um fólk og framfarir, alls konar fólk. Lokakaflinn heitir Um ættjarðarást. Rækilegt manntal fylgir bókinni. Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Tveir heimar er sjöunda greinasafn hans." www.haskolautgafan.is
|