Contents: Stefjamál. Kvæði eftir Lárus Sigurjónsson.
Í Mánudagsblaðinu 7.árg. 28.tbl. 1954. Er grein eftir Pétur Jakobsson sem þá hafði nýlokið við að lesa Stefjamál Lárusar. Þar segir Pétur m.a.: Við vitum það öll svo dæmalaust vel, að það er engin nýlunda
að silfurkerin sökkva, en það, sem er gert af léttara
efni flýtur ofan á. Mér finnst
þetta sannast á ljóðabókinni
Stefjamál. Um hana og höfund
hennar er og hefur verið
alltof hljótt. Sjálfur má ég
skammast mín, sem er ljóðrænn
maður og böglast við
ljóðagerð, að hafa ekki fyrr
en nú sezt við fætur höfundar
og numið speki hans.
Höfundur Ijóðabókarinnar,
Stefjamál, Lárus Sigurjónsson,
er fæddur 14. ágúst 1874,
og því áttræður. Hann er hámenntaður
maður, varð stúdent
1903, guðfræðikandidat
1906, sat Askovlýðskóla 1906
—1907, sótti námskeið i siðfræði
og mælskulist við Chicagoháskóla, nam framburð og
raddbeitingu við Orchard-school of music and Expression
í Chicago og meðal annara
starfa rak hann söngskóla
í Chicago um hálfan annan
áratug.
Höfundur Stefjamála fór
ungur utan, sem svo er kallað,
og hefur dvalizt meginhluta
ævi sinnar langt frá sinni
feðrafold og hálfgert týnst
okkur heima á Fróni, enda
þótt hann sé nú fluttur heim
og vilji hljóta legstað þar sem
vagga hans var.
Eg hef lesið ljóðabókina
Stefjamál. Um hana er það
skemmst að segja, að hún er
ekki létt. Bókin er full af
mannviti, kveðin undir erfiðum
og þungum brögum og
gædd þróttarmiklu máli, en
samfara þessu er meðferð
brags hin bezta og beiting
málsins snjöll.
Lárus Sigurjónsson er maður frumlegur í orði og hugsun,
ljóðrænn á stundum, en
umfram allt ágætur myndasmiður
í ljóðum sínum.
Eg hef verið að þreyfa fyrlr
mér í heimahögum íslenzkrar
ljóðagerðar eftir skáldi
sem L. S. svipaði til, en það
er vandfundið. Þó vil ég benda
á, að skildleiki í ljóðagerð er
með þeim, Lárusi Sigurjónssýni
og Gísla Brynjólfssyni og
er þá langt til jafnáð. Væri
þó mikið rangt að telja L. S.
stæla G. B., en það dylst engum
skynsömum manni, sem
les ljóð beggja, að þeir eru
andlega skildir.
Ljóðabókin Stefjamál, er
prentuð á hinn ágætasta
pappír, er 190 blaðsíður í
Skírnis-broti og hefur inni að
halda 136 kvæði.
Ekki ræð ég yfir svo miklu
blaðrými, að ég geti tekið hér
upp mikið af kvæðum Stefjamála,
sem þá er freistandi, en
í þeim efnum er mér mikill
vandi á höndum, því bókin er
svo jafnvel kveðin.
Af handahófi vil ég taka
eftirfarandi, sem þó er fjarri
því, að vera úrval, en skal
skýrt tekið fram, að bókin er
jafnvel kveðin og ekkert
kvæði er í bókinni sem talist
getur leirvelta, Tek ég hér
kvæðið Sumarnótt á bls. 128,
svohljóðandi:
Líður létt um vanga
ljúfur fjalla-blær.
Blóm við brautu anga,
burkni í lautu grær. —
Fagnar gesti fósturjörðin kær!
Sól í Sævar faðmi
sefur rauð sem blóð,
undir birkibaðmi
blunda fuglsins jóð. —
Ættjörð, þú ert öllum móðir
góð!
Undir hamra hjalla
hvíli ég jóinn minn. —
Lækir fossa og falla
fram um hlíðarkinn. —
Faðmi vefur ættjörð soninn
sinn.
Hvern fær sigrað svefninn
sumarnóttu á,
þégar unaðsefnin
allt um kring má. fá?
Fósturjörð, hve fögur ertu þá.
Friðsælt er til fjalla,
fósturjörðin kær.
Linda og lækjai. hreimur !
laðar ferðamann,
álfs og huldar inn í helgirann.
Mjúkt er grasið græna,
gott er hér að á.
Þarna vel ég væna .
vaxna töðulág.
Blakkur sveittur bítur döggvot strá.
Undir hól og hjalla
huldar stendur bær,
Fagri fjallageimur,
frelsi þínu ég ann.
yfir blika orpnar döggum tær.
Hér ég hörmum gleymi,
hér er friðland mitt.
Ekkert illt á sveimi
er u m ríki þitt.
Hjá þér finnur hjartað þrá land sitt.
Gott er úti að una
óði um sumarnótt,
kemur mörg í muna
mynd, þá allt er hljótt.
Af því hef ég einn á fund
þinn sótt.
Saman sefar streyma,
saman renna þrár,
tveggja hjartna heima
himindögg og tár. —
Þetta fægir öll mín sviðasár.
|