Innihald Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum eftir George H.F. Schrader. Þýtt hefur Steingrímur Matthíasson. Önnur útgáfa. George H. F. Schrader var þýskættaður maður sem eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta, "Hestar og reiðmenn á Íslandi" og svo þessa hér heilræðabók þar sem hann deilir fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Í Norðra 29. mars 1913 er sagt frá útkomu Heilræða Schraders.
Heilræði fyrir unga menn
í verzlun og viðskiftum
heitir lítið kver eftir George H. F.
Schrader, en íslenskað hefur Steingrímur
Matthíasson. Pað má kalla óvænt happ
fyrir okkur Akureyringa, að fá slíkan
vetrargest sem herra Schrader, sem í
hvívetna vill hér koma fram, til góðs,
og hefur til þess jafnt vit og vilja.
Pessi heilræðabæklingur er fullur af völdum og vel tímabærum athugasemdum,
viðvörunum og áminningum fyrir alla
viðskiftamenn, einkum í vinnu og verzlunarsökum, sem hver ungur maður
þarf að kynna sér og festa í minni.
þeir sem kannast við heilræði Franklins
(Ríkarð snauða) fá hér framhald hins
sama afarnytsama efnis, og reglur bæklingsingsins eru engu síður góðar og
tímabærar. Hér koma til sýnis fáeinar
málsgreinir: *Ætlaðui þér aldrei of mikið. Vitnisburður samverkamanna þinna mun mæla með þér, en vertu ekki ofhikandi, því sjálfstraust er miklu betra en vantraust
á sjálfum sér. * Láttu hendur og heila vinna saman.
* Sá maður, sem sér annan mann gera
rangt og varar hann ekki við því, er
sekari en sá, sem yfirsjónina framdi.
* Vertu samvizkusamur og vandvirkur
í öllu, sem þér er sett fyrir áð gera.
* Illa unnið verk er verra en ógert.
* Vinnuveitendur eiga ætíð að muna,
að mörgum unglingi verður viðbjargað
og hann gerður að manni, ef hann er
dæmdur með vorkunsemi.
* Í hvaða atvinnu sem er, dugar enginn slæpingsháttur.
* Vissasti vegurinn til velmegunar er
eindrægni og samúð milli yfirmanns og
undirmanna.
* Byrjaðu aldrei með lánsfé; reyndu
heldur að fá umlíðun á vöruborgun, ef
þjg vantar höfuðstól. Það er betra að
byrja (verzlun og búskap) með litlu og
smáfærast svo í aukana, heldur en að
byrja með miklu og fara svo ef til vill
á höfuðið.
* Dreifðu ekki starfsáhuga þínum, ef
þú gerir það, dreifirðu starfsfé þínu.
* Láttu öll störf ganga í réttri röð,
svo ekki þurfi neinu að fresta fyrir það
að rððin ruglaðist.
* Kastaðu í ruslakistuna öllum úreltum hugmyndum, aðferðum, verkfærum
og vélum, svo þú hafnir ekki í vanafestu og dragist aftur úr.
* Afgreiddu fljótt viðskiftavini þína.
* Lifðu aldrei umfram efni.
Rúmið leyfir ekki fleiri dæmi, enda
er öllum auðið að kaupa sér ritið. Það
margborgar sig.
Kver þetta er 36 blaðsíður í litlu
broti, vandað að frágangi, pappírinn
sterkur og góður og málið lipurt og
létt. Kverið kostar 10 aura og má heita
gjafverð í samanburði við bókaverð
hér. Alt sem kemur inn fyrir það hefír
herra Schrader ánafnað sjúkrasjóð, spítalans á Akureyri.
Kverið fæst hjá þeim bóksöluuum,
Kr. Guðmundssyni á Oddeyri og Sig.
Sigurðssyni á Akureyri og Guðmundi
Jónssyni bæjarpósti.
Formáli höfundarins fyrir ritinu skýrir
bezt tilgang þess. Hann hljóðar svo:
"Tilgangur þessa bœklings. er að gefa
ungum mönnum bendingar um, hvernig þeir
geti bezt komist áfram i lífinu, bæði sem
yfirmenn og undirgefnir. Líjsreglur þœr,
sem hér fara d eftir, hafa leiðbeint mér
og verið mér leiðarstjörnur i þau 35 dr,
sem eg hef starfað í New York. Ráðin,
sem eg legg þar, eru bygð á minni eigin
reynslu, athugun og eftirtekt d lífinu i
kringum mig og starfandi mönnum, alt
frá þeim hœstu til hinna lœgstu — frá
vikadrengnum til yfirboðarans, frá búðardrengnum til útlœrðra stórgróðamanna.
Nú ddögum, meðan auðmannahringirnir og kaupmannafélögin ráða lögum og
lofum, hafa fáir verzlunarmenn og stórkaupmenn tima til að uppala unga starfsmenn sína, og verða þeir því að fara
meira sinna ferða nú en áður.
Eg vona að þessi bœklingur geti gefið
þeim leiðbeiningar um, hvernig þeir eigi
að hjálpa sjálfum sér, svo að þeir komist
áfram.
|