Innihald Vestan um haf. Ljóð, leikrit, sögur og ritgerðir eftir Íslendinga í Vesturheimi. Valið hafa Einar H. Kvaran og Guðm. Finnbogason. Hér eru ljóð eftir Stefán G, Sigurbjörn á Fótaskinni, Kristian Stefánsson, E. Wíum, Þorskabít, Jón Runólfsson, Jónas A. Sigurðsson, Jóhann Magnús Bjarnason, Káinn, Magnús Markússon, Sigurður Júl. Jóhannesson, Gísli Jónsson, Jónas frá Kaldbak, Guttormur J. Guttormsson, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Einar P. Jónsson, Jakobína Johnson, Páll Guðmundsson og Richard Beck. - Leikrit eftir Guttorm J. Guttormsson og Jóhannes P. Pálsson. - Sögur eftir Magnús Jónsson, Friðrik J. Bergmann, J. Magnús Bjarnason, Gunnsteinn Eyjólfsson, Grím Grímsson, Þorstein Þ. Þorsteinsson, Jóhannes P. Pálsson, Guðrúnu H. Finnsdóttur, Láru G. Salverson, Bergþór E. Johnson, Örn (Kristinn Pétursson), Kveldúlf og Stefán G. - Ritgerðir eru eftir Jón Bjarnason, Stefán G., Guðbrand Erlendsson, Jónas J. Hunford, Friðrik J. Bergmann, Eggert Jóhannsson, Jóhann Magnús Bjarnason, Jóhannes P. Pálsson, Björn B. Jónsson, Rögnvald Pétursson, Guttorm Guttormsson, Guðmund Árnason og Ragnar E. Kvaran.
|